Evrustress?
Það eru margir hér á landi sem berjast fyrir ákveðnum sjónarmiðum og vilja að þau komist að. Það getur verið erfitt að átta sig á því hvernig barátta þessara hugsjónamanna við að koma málstað sínum á framfæri gengur hverju sinni en stundum er hægt að taka nokkuð mið að viðbrögðum andstæðinganna. Aukin örvænting í svörum getur stundum sýnt hvernig stuðningur er að vaxa við málstaðinn.
Mér allavega datt þetta í hug þegar ég las viðhorfsgrein Andrésar Magnússonar í Blaðinu í dag. Þar er hann að fjalla um hugsanlega aðild að evrunni. Það hafa margir nefnt þennan möguleika að undanförnu eftir gengisflöktið á krónunni á árinu. Um daginn ræddi Viðskiptaráð þennan möguleika í skýrslu og í Viðskiptablaði Moggans í dag ræðir framkvæmdastjóri CCP um gengi gjaldmiðla og segir að ef byggja eigi upp hugbúnaðariðnað hér á landi, sé ákaflega erfitt að hafa yfir höfði sér rokkandi gengi. Í þokkabót gekk erlendur maður um bæinn í dag og reyndi að útbýta fölsuðum evrum.
Andrés fer yfir evrumálið með því að benda á að til að taka upp evruna þurfi að ganga í ESB og að upphaflega hugmyndin að ESB sé runnin undan rifjum Alberts Speers, sem var á sínum tíma hergagnaráðherra í stjórn Hitlers. Hann hafi stungið upp á að myndað yrði eins konar efnahagsbandalag með þeim löndum sem Þýskaland hefði náð á sitt vald. Greinin heitir Adolf og evran og það munar ekkert um það, í ca. 300 orðum sendir Andrés evruna bara beint til Þýskalands nasismans!
Það hefur eiginlega aldrei brugðist. Sá sem spilar út “nasistaspilinu” er farinn að verða stressaður.
Það eru margir hér á landi sem berjast fyrir ákveðnum sjónarmiðum og vilja að þau komist að. Það getur verið erfitt að átta sig á því hvernig barátta þessara hugsjónamanna við að koma málstað sínum á framfæri gengur hverju sinni en stundum er hægt að taka nokkuð mið að viðbrögðum andstæðinganna. Aukin örvænting í svörum getur stundum sýnt hvernig stuðningur er að vaxa við málstaðinn.
Mér allavega datt þetta í hug þegar ég las viðhorfsgrein Andrésar Magnússonar í Blaðinu í dag. Þar er hann að fjalla um hugsanlega aðild að evrunni. Það hafa margir nefnt þennan möguleika að undanförnu eftir gengisflöktið á krónunni á árinu. Um daginn ræddi Viðskiptaráð þennan möguleika í skýrslu og í Viðskiptablaði Moggans í dag ræðir framkvæmdastjóri CCP um gengi gjaldmiðla og segir að ef byggja eigi upp hugbúnaðariðnað hér á landi, sé ákaflega erfitt að hafa yfir höfði sér rokkandi gengi. Í þokkabót gekk erlendur maður um bæinn í dag og reyndi að útbýta fölsuðum evrum.
Andrés fer yfir evrumálið með því að benda á að til að taka upp evruna þurfi að ganga í ESB og að upphaflega hugmyndin að ESB sé runnin undan rifjum Alberts Speers, sem var á sínum tíma hergagnaráðherra í stjórn Hitlers. Hann hafi stungið upp á að myndað yrði eins konar efnahagsbandalag með þeim löndum sem Þýskaland hefði náð á sitt vald. Greinin heitir Adolf og evran og það munar ekkert um það, í ca. 300 orðum sendir Andrés evruna bara beint til Þýskalands nasismans!
Það hefur eiginlega aldrei brugðist. Sá sem spilar út “nasistaspilinu” er farinn að verða stressaður.