Árin með Blogspot og nýtt upphaf
Já. Hér mun ég blogga framvegis, eftir áralanga sambúð með Bloggernum og Blogspot. Það samband var oft stirt á köflum, jafnvel þannig að ég átti það til að reiðast og finnast ég upplifa fullkomið skilningsleysi á mínum þörfum og væntingum. Stundum sauð upp úr með afleiðingum sem ég ætla ekki að fara út í hér og stundum komu tímabil þar sem sambandið var einfaldlega sett á ís.
Þessi kafli í lífi mínu er nú hjá. Hann tilheyrir fortíðinni og eftir að hafa gengið í gegnum þetta held ég að þessi reynsla hafi gert mig sterkari. Ég er allavega tilbúinn að skuldbinda mig á ný.
Ég er sem sagt búinn að færa mig yfir á Moggabloggið - www.arnih.blog.is - þið getið skoðað mig þar.