Tuesday, March 07, 2006

Ráðherraskiptin

Árni Magnússon afhenti jafnréttispokann sinn í dag og gekk út úr félagsmálaráðuneytinu og stjórnmálunum í heild sinni. Hann fær gott djobb í Íslandsbanka - er þetta ekki eitthvað sem við eigum eftir að sjá meira af? Þ.e að stjórnmálamenn söðli um og fari yfir í atvinnulífið. Fólk sér stjórnmálin í dag æ meira sem þras og kvabb, þar sem fátt gerist á meðan framkvæmdagleðin einkennir atvinnulífið og sérstaklega bankana.

Þar að auki hlýtur Árni einfaldlega að hafa tekið ískalt stöðumat, hann var mjög ólíklega á leiðinni inn á þing í næstu kosningum og þótt honum hafi verið spáð formannsembættinu í Framsókn, hlýtur hann að spyrja sig hvort það sé spennandi kostur til frambúðar að taka við flokki sem er deyjandi. Sennilega mun snjallara að stökkva út núna og koma sér vel fyrir á nýjum stað.