Thursday, March 09, 2006

Bjór að Aberdínskum sið

Stórskemmtilegur siður sem ég kynntist í dag hjá færeyska kennaranum Kára á Rógvi, sem kennir mér í kúrsinum með hið stutta og þjála heiti: Topics in Political and Constitutional Theory. Hann ákvað að fara með okkur á barinn eftir tíma og röltum við niður á Hressó og drukkum einn hádegisbjór saman. Kári á Rógvi sagði þetta vera að Aberdínskum sið. Þar færu prófessorar oft með stúdentum á barinn einu sinni yfir önnina og biðu þeim í einn öl og ræddu málin.

Þetta er það sem mér hefur svo oft þótt vanta í Háskóla Íslands - það er svona háskólastemning. Ég hef allavega oft fengið það á tilfinninguna að þetta væri eitt af því síðasta sem flestir þeirra prófessora og kennara sem ég hef haft í gegnum tíðina myndu gera með stúdentum.