Ég tek það fram að vanalega er ég ekki að dunda mér við að lesa reglugerðir mér til skemmtunar en í tengslum við ritgerð í fasteignakauparétti, sem ég er að skrifa, rakst ég á byggingareglugerð dómsmálaráðuneytisins. Þvílíkt skrifræðisheaven! Ég tek nokkur dæmi:
Í grein 80.3 fjallar um salerni:
Í hverri íbúð skal vera hreinlætisaðstaða, vatnssalerni, bað og handlaug. Hreinlætistækjum má koma fyrir í einu herbergi sem má minnst vera 4,8 m2 eða í tveimur herbergjum samtals a.m.k. 6,5 m2 og skal handlaug vera í báðum.
Grein 81.2 er um geymslur:
Stærð sérgeymslu skal vera a.m.k. 2,5 m2 fyrir 35 m2 íbúðir eða minni og a.m.k. 6 m2 fyrir íbúðir sem eru 80 m2 eða stærri. Fyrir íbúðir sem eru á stærðarbilinu 35 - 80 m2 skal stærð geymslu vera í réttu hlutfalli við stærð íbúðar. Sérgeymslur skulu ekki vera sameiginlegar þvottaherbergjum.
Grein 93.1 er svo um eldhús:
Eldhús skal ekki vera minna en 7 m2. Þó nægir eldhúskrókur í tengslum við stofu í íbúðum 50 m2 eða minni.
Grein 94.1 fjallar um íbúðarherbergi:
Ekkert íbúðarherbergi má vera mjórra en 2,40 m og ekki minna en 8 m2 að flatarmáli.
Grein 100.1 - rúsínan í pylsuendanum!
Hverri íbúð skal að jafnaði fylgja hæfilega stór skápur eða geymsla undir nauðsynleg ræstingatæki.
Fyrir áhugasama er reglugerðin annars í heild sinni hér.
4 Comments:
Sæll félagi.. svo virðist sem ég verði sá fyrsti sem kommentar á þessa annars ágætu síðu þína.. Sem er bara ágætt!
Ætlaði svo sem ekki skrifa neitt merkilegt hér.. bara kasta á þig kveðju og láta þig vita að það er einhver þarna úti sem les.. haha
Já gott að vita. Maður var farinn að verða hálfeinmana. Eigum við að koma í kommentakeppni?
æj ekki vera svona barnalegur Árni..
15.mars var slíkur og þvílíkur stórtíðindadagur að það sæmir ekki endurreisninni að vera ekki búinn að hripa eitthvað niður.
Annars bara klassi.
Post a Comment
<< Home