Wednesday, September 20, 2006

Kjördagur runninn upp

Ég er í framboði til stjórnar Heimdallar. Það er kosið í dag. Kjördagur er runninn upp. Sumir líta á jólin eða páska sem mesta hátíðisdag ársins. Þessu er öfugt farið með mig. Ég lít á kjördag sem mesta hátíðisdaginn og legg áherslu á hátíð, því á kjördögum verður til eins konar þögult samþykki manna um að fagna því hátíðlega að við búum við lýðræði - þetta magnaða og manngerða stjórnmálaform sem orðið hefur til í aldanna rás.

Það eina sem ég bið ykkur um að gera er að kynna ykkur málin. Verið óhrædd við að skoða báðar hliðar og kynnast báðum framboðum t.d. með því að lesa málefnaskrárnar sem eru á heimasíðum framboðanna. Vegið og metið hvar þið sjálf standið og ekki vera hrædd við að taka sjálfstæða afstöðu til málanna. Ef þið viljið rifja upp umræður liðinna mánaða um stefnu og strauma í Heimdalli bendi ég á gagnasafn Morgunblaðsins. Það er sennilega hollt fyrir kjósendur að slá upp gömlum greinum í safninu og bera saman við þær áherslur sem menn setja á oddinn núna. Mikilvægast af öllu er þó að muna að það er ekkert atkvæði mikilvægara en ykkar eigið. Lýðræðið má aldrei vanmeta og kosningarétturinn ekki verða sjálfsagður - forfeður okkar börðust fyrir honum.

Þegar þessum hugleiðingum er lokið, drullið ykkur þá upp eftir og kjósið Erlu Ósk sem formann Heimdallar - og þar með mig og hina frambjóðendurna í stjórn.
|

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

heyr! er ekki hægt að kjósa með sms?

kv.
Li, Hal

5:07 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með úrslitin!

4:43 AM  
Blogger erla margrét said...

við erum snillingar.. :)
takk fyrir frábæra baráttu og hlakka til að vinna með þér í vetur... jíhhaaa...

kv.
hin erlan c";)

8:45 AM  
Blogger d said...

Vissulega hugljuf hugvekja og sammála verð ég að vera um mikilvægi þess að nýta kosningaréttinn og standa vör um lýðræði. Það gera allir góðir menn.

Hins vegar geri ég alvarlega athugasemd við að því sem fram fer á aðalfundi Heimdallar sé líkt við lýðræði. Því Heimdallskosningar má kalla ýmsum nöfnum, en "lýðræðislegar" er ekki eitt af þeim.

1:16 PM  
Blogger d said...

This comment has been removed by a blog administrator.

1:16 PM  
Blogger Árni said...

Nú er ég farinn að hafa áhyggjur af því að kaldhæðnin sem átti að vera allsráðandi í þessari færslu hafi ekki skilað sér...

2:46 PM  
Blogger d said...

æi ég skildi nú alveg kaldhæðnina... ég hef bara svo megnan ýmigust á þessum kosningum að ég gat ekki á mér setið... fyrirgefðu árni minn... ég skal reyna að vera minna geðvondur næst þegar ég kommenta... ;-)

4:02 PM  

Post a Comment

<< Home