Tuesday, December 12, 2006

Ókeypis

Skemmtilegt að sjá Kastljósviðtalið við Milton Friedman þar sem hann situr fyrir svörum hjá Ólafi Ragnari, Stefáni Ólafssyni og Birgi Birni, eða réttara sagt heldur um það bil klukkustundarlanga kennslustund í hagfræði fyrir þá. Þetta náði auðvitað hámarki í lokin þegar Friedman bendir Ólafi Ragnari, sem var sármóðgaður yfir því að það þyrfti að borga inn á fyrirlesturinn sem Friedman ætlaði að halda hér á landi, að það væri í raun ekki neitt til sem héti ókeypis fyrirlestur. Það væri óeðlilegt að þeir sem ekki nytu fyrirlestursins borguðu fyrir þá sem færu á fyrirlesturinn.

Ólafur spurði hann líka um meintan stuðning Friedmans við Chile. Hann svaraði því til að hann hefði verið viku í landinu og haldið fyrirlestra þar, m.a. um peningamagnskenningu sína og fleira. Einnig að hann hefði haldið uppi gagnrýni á harðstjórnina í landinu. Engu að síður virðist sú fullyrðing lifa góðu lífi á vinstrivængnum að voðaverk Pinochet hafi verið eitthvað Friedman studdi. Þannig skrifar Ármann Jakobsson t.d. í grein dagsins á Múrnum: Sjálfsagt hefði þrælahald fallið innan skilgreiningar hennar á frelsi, rétt eins og mannrán, morð, pyntingar og frelsissvipting á saklausu fólki féllu vel að hugmyndum Ronalds Reagan og Miltons Friedman um frelsi.

Svo situr ein spurning í mér eftir þáttinn: Hvar fékk Bogi Ágústsson þessi gleraugu?
|

3 Comments:

Blogger Borgþór said...

Öss nákvæmlega.. Eitursvalur með þessi gleraugu og hárið ennþá fagurbrúnt

5:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já, eða Birgir Björn sokkana? :)

10:11 AM  
Anonymous Anonymous said...

Af hverju var þessi þáttur sýndur klukkan 23:45? Flokka stjórnendur RÚV þetta með hrollvekjum? Ætti ekki útvarp í almannaþágu að sjá sóma sinn í að sýna svona fræðandi og skemmtilegt efni á besta tíma?

3:03 PM  

Post a Comment

<< Home