Monday, November 20, 2006

Skellti mér í bíó um daginn...

Horfði á þessa ljómandi fallegu og hrífandi frásögn af ungum dreng - óhörnuðu hjarta, sem reynir að fóta sig á svelli lífsins. Þetta var kannski fyrst og fremst þroskasaga ungs manns sem lærir að þekkja sjálfan sig í síbreytilegum veruleika. Segja má að hann takist á við bæði hið illa í heiminum og í sjálfum sér en leiti inn á við og finni sig, sem og hvernig hann vilji hafa drykkinn sinn. Hann uppgötvar smám saman að það er engum hægt að treysta en um leið leitar á hann sú áleitna spurning hvort hægt sé að fara í gegnum þetta líf án þess að leyfa sér að verða ástfanginn og berast áfram með tilfinningunum einum saman.

Bond klikkar ekki.
|

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hugljúft
ég hélt samt að loksins væri kominn bond sem væri ekki að væla yfir því hvernig drykkurinn hans ætti að vera

1:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

Myndin var góð að því leyti að gert var grín að gömlu Bond klisjunum. Þegar hann er spurður hvernig hann vilji hafa drykkinn sinn segir hann: "Does it look like I give a fuck."

Hins vegar fannst mér myndin léleg að því leyti að þrátt fyrir góða spretti vantaði sárlega sannfærandi ris með eiginlegum hápunkti. Í lok myndar var ég enn að bíða eftir einhverju meira sem ætti eftir að gerast...

2:30 AM  
Anonymous Anonymous said...

Bíddu... áttir þú ekki að vera undirbúa málflutning?

Kveðjur :)

6:39 PM  
Anonymous Anonymous said...

Húmor í kallinum! ;)

Þessi fyndni er arfgeng... það segir Kári vinur minn.

4:33 AM  
Blogger Árni said...

Já þetta gerist einu sinni á ári hjá mér

9:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

Snilld, þegar ég var að lesa yfir þetta þá var ég að spá hvort hann hefði farið á einhverja íslenska mynd um eitthvað bóndaefnið ráfandi um hálendið með rollunum sínum.

En ég sá þessa mynd og fannst hún snilld, enda sucker fyrir svona myndum. Ég reyndar kafnaði næstum því á myndinni því að ég hélt í mér andanum næstum allt byrjunaratriðið og það er nokkrar mínutur !

5:24 AM  
Anonymous Anonymous said...

Keep posting stuff like this i really like it

9:11 PM  

Post a Comment

<< Home