Monday, January 01, 2007

Átan...

Það sem maður getur étið yfir eina jólahátíð. Það er kalkúnninn, lambabógurinn, hamborgarahryggurinn, hangikjötið, hreindýrahryggur, nautalundir, brúnuðu kartöflurnar og konfektið. Hvar endar maður?

Nú hefur Saddam Hussein verið hengdur eftir réttarhöldin yfir honum. Þetta er enn eitt dæmið um hvernig trúverðugleiki Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra fer fyrir lítið. Innrásin sem átti að færa íbúum Írak og löndunum í kring í kjölfarið lýðræði, mannréttindi og frið felur í sér pyntingar og aftökur.