Monday, March 27, 2006

Eitt kjördæmi?

Stundum er rætt um að gera landið að einu kjördæmi. Það er hugmynd sem má skoða. Atkvæðavægi hér á landi hefur eiginlega alla tíð verið ójafnt. Það hafa verið tekin stór skref í þá átt að laga þessa stöðu á undanförnum árum og jafna vægið en það er enn tiltölulega ójafnt. Í kosningunum 2003 var staðan svona:

Kjörd.

Þingm.

Á kjörskr.

Atkvæði

Pr. þingm.

NV-kjörd.

10

21221

18710

1871

NA-kjörd

10

27316

23563

2356

S-kjörd

10

28374

25032

2503

SV-kjörd

11

48857

42832

3894

RVK-su:

11

42734

36890

3354

RVK-no

11

42787

36145

3286


Þegar mismunur milli einstakra kjördæma er mestur (Norðvestur og Suðvesturkjördæmi) er meira en tvöfaldur munur á vægi atkvæða.

Eins og kjördæmaskipanin er sett upp núna er það nokkurn veginn þannig að þingmönnum er skipt á milli landsbyggðarinnar annars vegar og höfuðborgarsvæðisins hins vegar. Á landsbyggðinni eru 30 þingmenn en 33 koma af höfuðborgarsvæðinu.

Með öðrum orðum var þetta þannig í síðustu kosningum að 73.569 kjósendur kusu 30 þingmenn en 134.378 kjósendur kusu 33 þingmenn. Í prósentum er þetta þannig að 36% landsmanna kjósa tæp 48% þingmanna en hin 64%-in kjósa rúm 52% þingmanna.

Einhver skekkja þarna á milli kann að vera réttlætanleg út frá ákveðnum byggðasjónarmiðum. En hversu mikil má sú skekkja vera? Maður hefur það á tilfinningunni að ef kosningarkerfi væri smíðað í dag, væri það ekki með þessari innbyggðu skekkju. Þá væri lykilatriði að hvert atkvæði hefði jafnt vægi.

Og það má velta þessu kerfi fyrir sér út frá öðru sjónarmiði: Fylgi flokkanna er mjög misjafnt eftir kjördæmum. Er það réttlætanlegt að útfrá atkvæðamisvægi geti flokkar í raun fengið fleiri þingmenn en þeir ættu annars rétt á? T.d. getur flokkur sem er með mikið fylgi í minnsta kjördæminu tryggt sér nokkra þingmenn og þar af leiðandi ákveðin áhrif, jafnvel þótt hann fái sáralítið fylgi annars staðar.

Ef landið væri eitt kjördæmi fengju flokkar og landsmenn allir kjörna fulltrúa í samræmi við þau atkvæði sem greitt voru.
|

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

"Maður hefur það á tilfinningunni að ef kosningarkerfi væri smíðað í dag,..."

Þetta kerfi er nú ekki eldra en síðan 1999, spurning hversu mikið viðhorf hafa breyst á þessum 7 árum sem liðin eru.

Er það ekki annars þannig að kerfið er hannað til að leiðrétta sjálft sig gagnvart verstu skekkjunum? Allavega held ég munurinn milli NV- og SV- eigi að leiðréttast ef kosið yrði í dag. NV- myndi missa mann yfir til SV.

5:11 AM  
Anonymous Anonymous said...

......sbr. 9.gr. kosningalaganna

(djöfull er maður búinn að læra merkilega hluti í vetur)

5:13 AM  
Blogger Árni said...

Góður punktur! En ég átti nú við að ef menn kæmu að þessu verkefni í fyrsta sinn núna og hefðu ekki arfleifðina yfir sér þá yrði útkoman önnur. Lögunum var breytt síðast fyrir nokkrum árum, en það er alltaf byggt á gömlum grunni. Væntanlega eru til þeir þingmenn og flokkar sem sjá sér hag í að halda í gamla kerfið og þeir koma að öllum svona breytingum á kerfinu.

Og það er líka rétt að kerfið leiðréttir ákveðnar skekkjur en ekki man ég til þess að skekkjurnar 2003 hafi verið það miklar að til þess þyrfti að koma. Þannig að 1871 atkvæði geta nægt á einum stað en 3894 þurfa á öðrum!

7:41 AM  
Anonymous Anonymous said...

Djöfulsins stuð hér alltaf hreint...

ÖPR

3:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

já, sýnist athugasemd mín hafa verið óttalega útúrsnúningsleg.

Annars var þingmannastyrk kjördæmanna breytt sbr. auglýsingu frá landskjörstjórn (sjá http://brunnur.stjr.is/servlet/stjrtid/B/2003/361.pdf). NV-kjördæmi missti eitt kjördæmasæti en SV-kjördæmi fékk eitt jöfnunarsæti á móti.

5:20 AM  

Post a Comment

<< Home