Tuesday, March 28, 2006

Nokkur orð um áfengi...

Andstætt alnafna mínum, sem getið er í hausnum á þessu bloggi, er ég afar fylgjandi því að sala á áfengi verði gefin frjáls hér á landi, a.m.k hvað bjór og léttvín varðar. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ásamt fleirum góðum mönnum og konum lagt fram frumvarp þess efnis á Alþingi.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt frumvarp er lagt fram en alltaf hefur það dáið í nefnd og ekki komist til lokaafgreiðslu þingsins. Sem er leitt því þessi breyting væri svo augljóslega til bóta, rétt eins og tilkoma bjórsins 1989 var líka. Rökin fyrir því að afnema einkasölu ríkisins á áfengi og heimila verslunum að selja vín hafa margoft komið fram. Sérstök samtök voru stofnuð til að berjast fyrir þessari breytingu.

Fjallað hefur verið um þetta mál í Kastljósinu síðustu tvö kvöld og þar hefur komið fram gamalkunnug gagnrýni um að aukið framboð leiði til aukinnar neyslu og þess vegna sé þetta ekki æskileg breyting.

Auðvitað myndi þetta leiða til aukinnar neyslu. En sá tími er liðinn að lög og reglur stýri neyslu fólks á jafneðlilegum hlutum og áfengi og léttvíni. Þetta snýst ekki um neyslu, heldur sjálfsagða þjónustu við neytendur.
|

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Áfengi er skaðlegt Árni.

öpr

4:12 PM  

Post a Comment

<< Home