Saturday, April 08, 2006

Heimsborgin Reykjavík

Það vatt sér upp að mér útlendingur í miðbænum í dag og spurði til vegar. Ég sagði honum til vegar. En þá spurði hann mig hvort ég ætti einhvern pening handa sér. Ég átti því miður engan pening fyrir manninn en kvaddi hann þó með virktum og óskaði honum alls hins besta. Það er alltaf soldið heimsborgaralegt þegar menn út á götu spyrja hvort maður geti látið eitthvað af hendi rakna. Að vísu eru það oftast drykkjumenn á Austurvelli – “áttu nokkuð 120 kall fyrir Svala handa mér?” – en hver veit, kannski er þetta að fara að verða algengara á götum heimsborgarinnar Reykjavíkur.

Ég kom einu sinni til Prag og þar er þessu nokkuð öðruvísi farið. Þar eru betlarar á flestum hornum og alveg sérstaklega í túristahverfunum (undarleg tilviljun!). Þar eru aðferðir betlaranna orðnar þróaðri, sumir krupu á fjórum fótum og voru með andlitið við gangstéttina en útréttan lófa en aðrir spiluðu út börnum og gamalmennum til að vekja samúð almennings. Í fyrstu fékk þetta mjög á mig og ég gaf sem mest ég mátti. Mér var hins vegar fljótlega bent á að ég yrði að endurskoða þetta. Með því að gefa þessum betlurum væri ég ekki að styrkja neina þurfalinga í Tékklandi, heldur væri ég að gefa tiltölulega vel stæðum einstaklingum! Þessir betlarar væru nefnilega fagmenn og tækju inn töluverðar fjárhæðir daglega frá gjafmildum Vestur-Evrópubúum sem þjáðust af einhvers konar sagnfræðilegu samviskubiti og gæfu þess vegna sem mest þeir mættu. Maður nokkur sem ég talaði við og bjó í Prag sagði mér að gamlárskvöldið í borginni árið 1999-2000 hafi hann orðið vitni að því að betlari hafi komið inn á bar um nóttina til að skipta því sem hann hefði fengið yfir daginn og kvöldið. Og afraksturinn voru ekki bara einhverjir tíkallar í öðrum buxnavasanum, heldur fullir plastpokar af klínki og að allt í allt hefðu þetta verið einhverjar 50-60 þúsund krónur!!!

En þetta er alltaf ákveðin spurning. Eru svona sögur ekki bara goðsögur sem ríku og firrtu þjóðirnar koma sér upp til að geta með góðri samvisku hrist höfuðið blákalt þegar við horfum í augun á þeim sem þurfa að betla? Eða eru betlarnir að nýta sér gjafmildi okkar? Og enn ein pæling: leggur einhver virkilega á sig að krjúpa á götum úti fyrir peninga ef hann þarf ekki á peningunum að halda?

Úffff – allar þessar þungu spurningar um lífið sjálft sem helltust yfir mig á götum Prag. Þetta rifjaði upp fyrir mér málsgrein úr Skólablaði MR 1998, sem ég er enn að reyna að skilja. Hún var svohljóðandi: Hver erum við, hvaðan komum við og hvert stefnum við? Samkvæmt greinahöfundi voru þessar spurningar kjarninn í 2001: A Space Oddyssey eftir Kubrick. Ég held að ég hafi leyst þetta í Prag á sínum tíma með því að fara á barinn!
|

10 Comments:

Blogger d said...

híhíhí...sagnfræðilegt samviskubit... já það er eitthvað sem er ferlega viðvarandi ástand gagnvart austur evrópu. Hérna í denntíð þá var ég sannfærður um að allt hefði verið í svarthvítu í austurevrópu... skrúfað frá litnum þegar múrinn féll. Held að stór hluti vesturevrópubúa þjáist einmitt af einhvers konar samviskubiti yfir Því að hafa haft það betra í fimmtíu ár en hinir. sagnfræðilegt samviskubit er djöfull fín skilgreining á þessu.

2:55 PM  
Blogger Nonninn said...

Ég er þeirrar skoðunar að þessar sögur um að betlarar séu í raun og veru vel stæðir einstaklingar sé algert bull. Ríkt fólk kemur svona sögum af stað vegna þess að það er svo nískt að það skammast sín í hvert skipti sem það labbar framhjá fólki sem þarf hjálp frá þeim að halda. Ég hef oft heyrt þessa sögur og fer að hlæja að svona fólki sem lætur svona bull út úr sér !

10:53 AM  
Anonymous Anonymous said...

Jæja, þannig að þú gefur rausnarlega í hvert skipti sem þú sérð svona menn? Ég reyni að gera það, en þetta er erfitt að vera bara með kort, það er ekki beint og þessir menn séu með posa!

Árni

1:49 PM  
Anonymous Anonymous said...

Árni, þú getur verið viss um eitt, menn eiga aldrei nógan pening og í flestum tilfellum á þessi setning ávallt við; "Mikill vill meira"

1:58 AM  
Anonymous Anonymous said...

Suss! Mikið eru menn kræfir...

Annars vildi ég bara benda þér á að ég setti "comment" við pistil frá því í mars um grein á íhald.is um tjáningafrelsið og samtökin 78.

5:03 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sæll
En gaman að "rekast" á þig í bloggheiminum.
Mikið er gott að þurfa ekki að vera að spurja mömmu eða pabba þinn hvað sé að frétta af ættmennum mínum. Núna get ég bara lesið um það á netinu og haldið lágmarks-samskiptum við alla. ;)
En samt virkilega skemmtileg lesning.
Kveðja
Birgit frænka

8:42 AM  
Anonymous Anonymous said...

Netið styrkir fjölskylduböndin! Það er bara öll ættin komin í kommentakerfið... nútíminn gerir þetta allt svo einfalt

Árni

9:16 AM  
Blogger Nonninn said...

Ég skal segja þér það Árni að ég gef meira að segja mönnunum sem eru að spila á laugarveginum og niður í bæ. Ég er örugglega Bangsi bestaskin í dulargervi það er bara spurning hvenær ég fer að styrkja KR sem er reyndar mjög líklega aldrei !

4:31 PM  
Blogger Árni said...

Þú hefur bara ekki lent á réttu kvöldunum hjá KR!

6:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sign-up to play so cool slots and blackjack poker for fun or real money. better onuses and Reload Bonuses as well as Free Poker ... on facts however
Visit VC Poker from our site and you will receive no deposit $10 no deposit bonus, play a little ... Simply play your FREE $10 on their real
bonus no deposit poker bonus information, as well as on-line cardroom
poker online no deposit elo may i decide 445 better free poker money offers all on one site. ... We have $120 in free no deposit poker bonus offers currently available
Romanian online poker comunity portal with poekr bonus, poker forum, ome of these are still open to US
Bonus senza deposito Lista con i migliori bonus dei poker online - nessuno deposito
Party Titan FullTilt Mansion lub Poker Bonus Bez Depozytu . gładkich bez dodatkowych 20%. . .. -dla bardziej nader zapoznawczych zaawansowanych graczy forum zalatwia bonusy depozytowe i indywidualne traktowanie
kapitał startowy online poker Bez ryzyka możesz kapitał startowy doskonale się bawić a przy tym zarabiać na pokerze on-line lub zwykłym poker

1:50 PM  

Post a Comment

<< Home