Tuesday, May 09, 2006

Lönguskerin

Jónmundur Guðmarsson og Björn Ingi Hrafnsson voru í Íslandi í dag á NFS í gær að ræða um flugvöll á Lönguskerjum sem er skyndilega að verða mál málanna í kosningabaráttunni. Björn Ingi má eiga það að hann hefur komið þessu máli á kortið og náð að selja það ágætlega, þó kostnaðurinn standi í mörgum.

Upphlaup bæjarstjórans á Seltjarnarnesi kom ekki vel út. Það var Birni Inga frekar til framdráttar en hitt, enda kannski ekki von til þess að fólkið hrífist með þegar rökum á borð við þau að Björn Ingi hafi aldrei komið út á Seltjarnarnes, er beitt. Björn Ingi benti þá á að hann hlypi oft Neshringinn.

Seltjarnarnes virðist ekki sitja eitt að því að eiga Löngskerin, að minnsta kosti ef marka má umfjöllun Morgunblaðsins í morgun, þá á Álftanes líka tilkall til þessara skera. Flugvöllur þarna myndi hafa mikil áhrif á höfnina í Kópavogi, sem yrði líka að taka til skoðunar.

Það verður að teljast frekt af hálfu Seltirninga, ef á annað borð er hægt að gefa sér að þeir séu allir sammála um málið, að hafna þessari hugmynd á þeirri forsendu einni að flugvöllur á þessum stað myndi valda hávaðamengun og verra útsýni.

Kastljósið í gær var líka forvitnilegt. Jón Gerald ætlar sér greinilega ekki að tapa alveg í ímyndarstríðinu við Baug og vill rétta sína stöðu. Hann sem sakborningur hefur nú aðgang að öllum málsskjölum, sem eiga víst að skipta tugum þúsunda, og getur veitt fjölmiðlum aðgang að þeim. Þetta leiddi til mikilla viðbragða af hálfu Baugsmanna, sem fannst alveg út í hött að ætla að fjalla um málið í svona stuttum þætti. Eins og Vefþjóðviljinn bendir á hefur Jón Ásgeir nú kannski alveg hreina samvisku í þeim málum, verandi einn af eigendum DV sem hefur nú oft fjallað um alvarlegum mál á snubbóttan hátt.

En það er spurning hvort Baugur ætti ekki bara að birta þessi gögn. Þeir hafa margoft lýst því yfir að vera algerlega saklausir og að rannsóknin hafi verið fyrirskipuð af hálfu ríkisstjórnarinnar. Ef svo er hljóta gögn málsins að bera það með sér. Af hverju ekki að birta þau bara? Ég fæ það stundum á tilfinninguna með Baugsmenn í þessu máli öllu að ef fjölmiðlaumfjöllunin snúist um eitthvað annað en að þeir séu að saka yfirvöld um að stunda spillingu og vanvirða reglur réttarríkisins, þá sé umfjöllunin ósanngjörn og einhliða, eins og þeir kölluðu einmitt Kastljósþáttinn í gær. En er það óeðlilegt að umfjöllun verði einhliða þegar annar aðili málsins vill ekki tjá sig um málið?

Mál Jónasar Garðarssonar í héraðsdómi hlýtur mikla athygli í fjölmiðlum, kannski af því að það er fátt annað bitastætt að gerast. Er það samt ekki of mikið að vera með útsíðufréttir og fyrstu fréttir í sjónvarpi af þessu máli? Ellefu ára sonur Jónasar bar vitni í málinu um föður sinn. Af hverju er verið að slá þessu upp?
|

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta eru allt glæpamenn

7:32 AM  
Anonymous Anonymous said...

Bíddu horfðirðu á Ísland í dag OG Kastljósið? Áttu ekki að vera að læra undir próf?

3:04 PM  
Blogger Borgþór said...

Þú ert löngusker.. Nei djók..

En sástu Kastljósþáttinn þar sem hann Óli Magg úr Frjálslyndum tapaði sér yfir því að Björn Ingi leðurjakkatöffari skyldi vera segja frá því að Frjálslyndir væru ánægðir með að fá flugvöll á Lönguskerjum.. Þetta var æðislegt sjónvarpsmóment..

4:13 AM  
Anonymous Anonymous said...

Tjah - ég staldraði líka við forsíðu Moggans.

4:25 AM  

Post a Comment

<< Home