Monday, May 01, 2006

Ætli DV verði saknað?

Trúlega ekki. Mörg orð hafa fallið um ritstjórnarstefnuna umdeildu og nokkuð samdóma álit manna að hún hafi ekki verið gæfuleg. Athyglisvert samt að tap á fyrsta ársfjórðungi ársins var talið réttlæta að slá útgáfuna af þrátt fyrir að blaðið hafi hins vegar skilað hagnaði í fyrra. Að vísu er trúlega samdráttarskeið framundan og fyrirséð að auglýsingar í blöðum muni minnka eitthvað en svo getur líka vel verið að nýr forstjóri 365 hafi einfaldlega ekki haft neinn áhuga á að gefa blaðið út lengur. Það var hálfátakanlegt að sjá ritstjóra blaðsins í Kastljósviðtali reyna að verja stefnu blaðsins undanfarin ár með því að halda því fram að landsmenn hefðu upp til hópa ekki lesið blaðið heldur einungis dæmd það út frá forsíðunni. Eins spurði hann hvort allir fjölmiðlar ættu að vera kurteisir og aldrei voga neinu - líkt og þeir sem hafi gagnrýnt DV hljóti að vera þeirrar skoðunar að fjölmiðlar eigi að vera kurteisir og hálfgerðar undirlægjur! Undir réttlætingum sem þessum frá DV-mönnum hafa landsmenn þurft að sitja nánast allan þann tíma sem "Mikaelisminn" hefur ráðið ríkjum.

Vandamálið við ritstjórnarstefnuna sem rekin var á DV held ég að hafi ekki tengst fréttastefnunni sjálfri heldur vinnubrögðum þeirra sem skrifuðu blaðið. Blaðamennirnir báru litla sem enga virðingu fyrir þeim vandasömu málum sem þeir fjölluðu um. Þrátt fyrir að verið væri að fjalla um alvarleg kynferðisbrot eða ömurlegar aðstæður ógæfufólks virtust blaðamenn fyrst og fremst leggja upp úr því að búa til skrumskældar æsifréttir með hálfgerðum fáranleikablæ oft frekar fyrir sjálfan sig en nokkurn annan. Við sjáum það á þáttum eins og Kompás að fréttamennska hér á landi getur vel verið hörð og aggresív án þess að ganga markvisst fram af fólki, svo fremi sem áhorfendur fái það á tilfinninguna að fréttamennirnir séu einlægir og heiðarlegir í vinnubrögðum sínum.
|

5 Comments:

Blogger Nonninn said...

Ég mun koma til með að sakna Dv mikið. Alveg merkilegt hvað fólk var á móti þessu blaði. Þeir voru þá alla vega ekki að reyna drepa fólk úr hræðslu með fréttum um að fuglaflensan væri á leiðinni til landsins og við ættum að drífa okkur út í búð og kaupa í matinn áður en það yrði of seint, þarna er ég að tala um NFS. Það náttúrulega mótmælti þessu enginn vegna þess að það framdi enginn sjálfsmorð !

10:51 AM  
Anonymous Anonymous said...

eitt núll velsæmi sgi ég nú bara.

2:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

eitt núll velsæmi sgi ég nú bara.

2:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sú kenning hefur verið í gangi hér og þar, að þangað til núna nýlega,hafi það húsnæði og sú aðstaða sem DV deilir með Fréttablaðinu alltaf verið reiknaður bara sem kostnaður á Fréttablaðið.

Þegar núna var svo raunverulegur kostnaðurinn við blaðið var reiknaður út þá hafi komið í ljós að fyrir því hafi enginn rekstrargrundvöllur verið... ásamt því sem að auglýsingar drógust saman eftir Ísafjarðarmálið...

ágæt kenning... jafn góð og hver önnur ;)

Strumpakveðjur :)

10:14 AM  
Blogger Árni said...

Já, það er eflaust mikið til í þessu. Þeir þurftu ekki að hafa áhyggjur af neinum "grunnkostnaði" virtist vera, notuðust við ljósmyndir frá Fréttablaðinu, auglýsingadeildir voru samnýttar og svo framvegis. Þetta var eiginlega rekið sem hálfgert aukablað með Fréttablaðinu.

10:59 AM  

Post a Comment

<< Home