Monday, April 17, 2006

Prófin...

Athyglisvert hvað áhugi manns á allskonar tilgangslausum fróðleik á netinu eykst í prófalestrinum. Datt einmitt inn á heimasíðu NBA deildarinnar um daginn. Hún er endalaus staðreyndabrunnur.

Einu sinni fylgdist ég með NBA af ástríðu, safnaði körfuboltamyndum og kunni tölfræðina hjá sumum leikmönnunum utan að. Ég fylgist ekki mikið með vel lengur en það er ágætt að detta inn á síðuna öðru hvoru. Þar er einmitt sú áhugaverða frétt þar núna að í stórmyndinni Scary Movie 4 leiði Shaquille O’Neal og Dr. Phil saman hesta sína í einu atriðinu. Það gengur út að þeir eru læstir inn í klefa þar sem hættulegu taugagasi er sleppt út. Það er einungis ein leið til að sleppa en hún reynir á veikleika Shaq’s – sem eru vítaskot. Dr. Phil mun hins vegar beita sálfræðihæfileikum sínum við að hjálpa Shaq í gegnum þetta.

Hljómar spennandi, jafnvel lýsandi fyrir þann metnað og þá dýpt sem einkennir oft á tíðum draumaverksmiðjuna.