Wednesday, April 12, 2006

Blaðsíðutölin rétt

Þessi óborganlega setning var á blaðsíðu 2 í Fréttablaðinu í dag, miðvikudag: "Næstu daga gætu lesendur orðið varir við að efnishlutar Fréttablaðsins verða á öðrum stöðum en venjulega en blaðsíðutöl í blaðinu eru alltaf rétt."

Jæja, það er nú gott að vita að blaðsíðutölin eru alltaf rétt. Enda flettir maður nú ekki dagblaði öðruvísi en að fara vel og vandlega yfir blaðsíðutölin.

Hvað myndi gerast ef Fréttablaðið réði útlending til starfa? Yrði birt frétt um að lesendur gætu treyst því að blaðið muni samt sem áður koma út á íslensku?
|

1 Comments:

Blogger Árni said...

Þú þarf væntanlega ekki að hafa áhyggjur af þessu héðan af. Ertu góður í getrauninni?

10:16 AM  

Post a Comment

<< Home