Thursday, September 28, 2006

Kosningar og Kárahnjúkavirkjun

Kosningarnar unnust á fimmtudaginn í síðustu viku. Þetta voru ótrúlega stórar kosningar, alls um 1550 manns sem kusu og fróðir menn telja að þetta sé fjölmennasti fundur í sögu Sjálfstæðisflokksins. Þetta var góð kosningabarátta sem fór vel fram.

Ný stjórn Heimdallar hittist einmitt í fyrsta sinn í gær og samþykkti m.a. þessa ályktun um matvælaverð og landbúnaðinn. Mér líst annars bara vel á þetta allt saman.

Hálslónið er annars að fyllast í þessum skrifuðu orðum í beinni á Stöð 2 eða NFS, sem ég hélt reyndar að væri hætt. Ég veit ekki með þessar hugmyndir um að klára byggingu Kárahnjúkavirkjunar og láta hana standa sem minnisvarða. Myndu ekki allar 100 milljarðarnir eða hvað það var nú sem kostaði að byggja virkjunina verða að gjörsamlega engu? Hefðum við þá eytt 100 milljörðum í minnisvarða? Mér finnst nú allt í lagi að ríkið setji smá pening í höggmyndalist og svona en er þetta ekki fulllangt gengið? Og talandi um komandi kynslóðir, myndi þeim ekki finnast það hreinlega heimskulegt að hafa byggt virkjun fyrir alla þessa peninga og láta hana standa svo tóma?

|

5 Comments:

Blogger Unknown said...

Þá geta bara komandi kynslóðir gangsett virkjunina ef þeim fannst þetta svona asnalegt. Stíflan fer ekkert.

9:10 AM  
Blogger Bjarki Gunnar Halldórsson said...

Til hamingju með sigurinn. Er ekki bara málið núna hjá Heimdalli að koma fram með smá nýjungar, eins og að álykta gegn lóninu? Aðeins að hrista upp í þessu!

Ef stíflan stæði eftir sem minnisvarði þá yrði það álitið það mikið undur úti í heimi að mikið af þessum peningum skilaði sér eflaust aftur í gegnum ferðamennsku. Komandi kynslóðir mundu fyllast óbilandi stolti yfir forfeðrum sínum.

10:54 AM  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir síðast kæri frændi! Hvernig líður nýja ættleidda syni mínum?
Kveðja
Birgit

8:15 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ok alveg róa sig í blogginu. Maður hefur ekki undan að lesa.

3:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvernig eigum við að vita hvað komandi kynslóðum eigi til með að finnast um hina ýmsu hluti?
Það yrði engu komið í verk í þessu landi ef við myndum alltaf staldra við þegar það ætti að hreyfa við einhverri þúfu og fara að spá í hvað komandi kynslóðum þætti um það.

Ég er á móti virkjunum yfir höfuð en allt þetta tal um komandi kynslóðir fer óneitanlega í taugarnar á mér.

7:47 PM  

Post a Comment

<< Home