Wednesday, October 11, 2006

Svíagrýlan

Það fór ekki svo að við næðum að vinna Svía í handbolta og fótbolta sama árið. Ég fór á leikinn áðan og þrátt fyrir að það hafi verið gríðarlega súrt að sjá Íslendingana tapa var þrælgaman á leiknum.

Sænska liðið var töluvert betra og teknískara en það íslenska en baráttan og viljinn var hjá íslenska liðinu. Alveg ekta. Eftir að Svíþjóð skoraði seinna markið sitt átti Ísland leikinn síðasta hálftímann og var nálægt því að skora. Þegar nokkrar mínútur voru eftir átti Eiður Smári skot í þverslánna og sænska vélin var í algerri nauðvörn. Sem er auðvitað ákveðinn sigur í sjálfu sér, svipað og það var einn stærsti sigur í íslenskri knattspyrnusögu þegar við vorum yfir 1-0 gegn Frökkum...
|

2 Comments:

Blogger d said...

ferlega svekkjandi að tapa þessu... jafnteflið hefði verið sanngjarnt.

3:00 PM  
Blogger Árni said...

já algerlega... varstu orðinn mjög ölvaður á vellinum? :)

7:53 PM  

Post a Comment

<< Home