Sunday, October 22, 2006

Umhverfið og íslensk kvikmyndagerðarlist

Var á vel heppnuðu málefnaþingi Sus í Keflavík um helgina þar sem aðaláherslan var lögð á umhverfismál. Ályktanir frá þinginu má finna hér.

Nálgunin sem er tekin í umhverfismálunum og virkjanamálum er í stuttu máli sú að ríkið dragi sig út úr ákvarðanatöku um virkjanamál og eftirláti einkaaðilum slíkar ákvarðanir um hvernig nýta skuli slíkar auðlindir, þó að sjálfsögðu innan marka þeirra laga og skilyrða sem sett eru í lögum.

Þetta er gott skref því það er ekki heppilegt þegar ákvarðanir um nýtingu náttúruauðlinda, eins og virkjanir eru, eru teknar fyrst og fremst út frá byggðasjónarmiðum og með því að fá stjórnvöld úr því hlutverki að vera eiginlegur keppandi á þessum markaði yfir í að setja reglur og hafa eftirlit er talsvert unnið.

Svo skellti ég mér á Mýrina í kvöld og hún er alveg að rokka. Ótrúlega góð íslensk kvikmynd!