Alveg spurning með KKK?
Kommentin við þessa frétt á visir.is um slagsmál og meinta nauðgunartilraun á Viktor um helgina eru alveg ótrúleg. Af einhverjum ástæðum hafa fjölmiðlar tekið það fram að um útlendinga frá A-Evrópu sé að ræða. En af hverju skiptir máli hvaðan þeir koma?
Það er til að mynda ekki tekið fram í fréttum um slagsmál eða nauðganir sem Íslendingar fremja (það gerist víst líka stundum) hvaðan viðkomandi komi. Það er yfirleitt ekki tekið fram að árásarmaðurinn sé ættaður frá Blöndósi eða Vík í Mýrdal. En það gildir annað þegar hinir seku eru frá Litháen eða Póllandi? Þetta vekur síðan ógeðfelld viðbrögð hjá fólki sem eru úr öllum takti eins og maður getur lesið í kommentunum við fréttina.
Sérstaklega er aðdáunarverð yfirvegunin og skynsemin í skrifum "Bunders" sem kommentar við fréttina:
Spurning um að stofna bara nýtt KKK hérna á Íslandi til að sporna við þessum ræflum og taka lögin í sínar hendur því lögreglan hér er máttlaust verkfæri.
Alveg spurning hvort menn ættu ekki að þurfa að skrifa undir nafni í svona kommentum á vefi sem gríðarlega margir lesa. Sérstaklega ef þeir eru með háar hugmyndir um að endurreisa Ku Klux Klan.
Kommentin við þessa frétt á visir.is um slagsmál og meinta nauðgunartilraun á Viktor um helgina eru alveg ótrúleg. Af einhverjum ástæðum hafa fjölmiðlar tekið það fram að um útlendinga frá A-Evrópu sé að ræða. En af hverju skiptir máli hvaðan þeir koma?
Það er til að mynda ekki tekið fram í fréttum um slagsmál eða nauðganir sem Íslendingar fremja (það gerist víst líka stundum) hvaðan viðkomandi komi. Það er yfirleitt ekki tekið fram að árásarmaðurinn sé ættaður frá Blöndósi eða Vík í Mýrdal. En það gildir annað þegar hinir seku eru frá Litháen eða Póllandi? Þetta vekur síðan ógeðfelld viðbrögð hjá fólki sem eru úr öllum takti eins og maður getur lesið í kommentunum við fréttina.
Sérstaklega er aðdáunarverð yfirvegunin og skynsemin í skrifum "Bunders" sem kommentar við fréttina:
Spurning um að stofna bara nýtt KKK hérna á Íslandi til að sporna við þessum ræflum og taka lögin í sínar hendur því lögreglan hér er máttlaust verkfæri.
Alveg spurning hvort menn ættu ekki að þurfa að skrifa undir nafni í svona kommentum á vefi sem gríðarlega margir lesa. Sérstaklega ef þeir eru með háar hugmyndir um að endurreisa Ku Klux Klan.
4 Comments:
Þegar að Dagur á Akureyri var og hét var iðulega tekið fram í fréttum af einhverjum óupplýstum afbrotum að "talið væri að um utanbæjarmann/menn væri að ræða". Þeir eru skemmtilegir fyrir norðan.
Æ-i, ég er nú enginn rasisti eða neitt, og kannski virkilega lituð af öllum þessum afbrota- litháa -fréttum...en mér finnst alltaf þetta "lið" vera að gera einhvern viðbjóð af sér.
Éh myndi allavega ekki vilja mæta 3 litháum í skuggsundi! ;)
einhvern veginn kæmi það manni ekki sérlega á óvart ef að það yrðu einhver massív áflög í miðbænum um næstu helgi, þar sem einhverjir sjálfskipaðir boðberar réttlætisins ætla að sýna öllum aðkomumönnum frá austur evrópu í tvo heimana, eflaust með hníf í hönd... ekki gott ástand.
parf ad athuga:)
Post a Comment
<< Home