Thursday, May 25, 2006

Lýðræðið...

Gott viðhorf hjá Davíð Loga í Mogganum í dag. Í stuttu máli er hann að vekja athygli á því hvað atkvæði fólks hafa í raun lítil áhrif á málefnin, t.d. er nánast vonlaust fyrir þann sem ætlar að haga atkvæði sínu eftir því hvar Landsspítali - Háskólasjúkrahús verður staðsettur að ráða í svör frambjóðendanna. Menn hafa ýmist efasemdir um málin eða telja að það verði að skoða það nánar og tryggja aðkomu fleiri aðila að því.

Það hlýtur að fara að koma til skoðunar að leyfa kjósendum einfaldlega að taka þessar ákvarðanir. Rökin fyrir því að stjórnmálamenn séu betur til þess fallnir en aðrir, eiga ekki jafnvel við og áður. Ísland stendur mjög framarlega varðandi margt, t.d. upplýsingatækni og hve hátt hlutfall íbúanna er menntað. Er ekki tilvalið að leyfa fólki að kjósa um fleiri mál?

Annars hljóp ég aðeins á mig í síðustu færslu og lagði Magnúsi Má Guðmundssyni í UJ þau orð í munn að hann hefði verið að setja út á heimasíðu ungra sjálfstæðismanni í pistli á lifandi.is. Það gerði hann ekki, heldur gagnrýndi Heimdall og stefnumál þeirra. Hins vegar stendur það sem ég sagði og hefur ekkert breyst síðustu daga, að barátta Samfylkingarinnar og UJ gengur ekki út á mikið annað en að höggva í Sjálfstæðisflokkinn.
|

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Super color scheme, I like it! Good job. Go on.
»

9:44 PM  

Post a Comment

<< Home