Monday, June 12, 2006

Eyjarnar...

Skellti mér til Eyja um helgina með nokkrum Vökuliðum og mikið var það skemmtileg ferð. Fórum á Sjómannadagsball á hinum umdeilda skemmtistað Höllinni í Vestmannaeyjum og upplifðum hina einu sönnu Eyjastemningu. Jafnvel að maður sá slagsmál af gamla skólanum, þar sem menn tókust eitthvað á með hnefunum, hugsanlega vegna stúlku og sættust svo á barnum nokkrum mínútum síðar.

Todmobile spiluðu og gerðu það alveg þrusuvel. Verðandi formaður bæjarráðs í Árborg rifjaði upp gamla takta á sellóinu og gott ef einn áhorfenda reyndi ekki að gefa honum Tuborg upp á svið, sem hann að vísu afþakkaði. Landinn er aldrei fyndnari en þegar hann er svoldið fullur…

Það var sannkallað Eyjaveður, skall á með þoku á nokkurra klukkutíma fresti. Við flugum frá Bakka og komumst báðar leiðir. Þessir flugmenn þurfa ekki annað en að sjá glufu í skýjabakkanum og þá þjóta þeir af stað.

Náði að horfa á Svíaleikinn meðan við biðum eftir flugi á sunnudag. Þetta var nottla bara glæsilegt. Þvílík fallbyssa er Einar Hólmgeirsson. Svo er Alfreð alveg kostulegur á hliðarlínunni, er eiginlega sjöundi varnarmaðurinn í íslenska landsliðinu, hann tekur svo virkan þátt í þessu.

Svo hafa nottla verið gríðarlegar væringar í pólitíkinni. Maður kannski tjáir sig um það við betra tækifæri.
|

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mér finnst þú nú gleyma aðlatriði ferðarinnar.....;)

4:37 AM  
Anonymous Anonymous said...

Jæja!

Menn hljóta nú að vera búnir að jafna sig eftir herlegheitin í Eyjunum, eða hvað?

2:40 PM  
Blogger Einar Gislason said...

Ég verð að lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með notkun þína á orðskrípinu "nottla" í þessari færslu :(

5:01 PM  
Anonymous Anonymous said...

I'm impressed with your site, very nice graphics!
»

3:32 AM  

Post a Comment

<< Home