Tuesday, August 01, 2006

Jón Sigurðsson

Það er ekkert íslenskara en að heita Jón Sigurðsson. Enda eru þeir sem bera þetta nafn menn mikilla afreka fyrir land og þjóð.

Fyrstur til að láta á sér bera var Jón Sigurðsson biskup á 14. öld. En fleiri þekkja eflaust Jón Sigurðsson sem leiddi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og mótmælti allur á þjóðfundinum 1851. Svo var Jón Sigurðsson, Alþýðuflokksmaður, sem var iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá 1987-1993 og síðar seðlabankastjóri og svo bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans. Forstjóri frumkvöðlafyrirtækisins Össurar heitir Jón Sigurðsson og maður með sama nafni lenti í 2. sæti í Idolinu 2004. Ekki má gleyma körfuknattleiksmanninum Jóni Sigurðssyni, sem lék með KR á sínum tíma og var leikmaður ársins 1970, 1976 og 1979. Þá var Jón nokkur Sigurðsson seðlabankastjóri um skeið en færði sig nýverið um set og tók við embætti viðskipta- og iðnaðarráðherra og hyggst bjóða sig fram í embætti formanns Framsóknarflokksins. Svo er það auðvitað Jón Sigurðsson sem er framkvæmdastjóri fjárfestingarsviðs FL Group og var með 15 milljónir í tekjur á mánuði.

Þessir menn fæðast augljóslega undir heillastjörnu. Ég ætla að skíra barnið mitt Sigurð, til þess að barnabarnið geti heitið Jón.
|

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Föðurafi minn heitir
Jón Sigurðsson Bjarnason. Ætli hann sé eini maðurinn sem heitir Jón Sigurðsson sem er ekki Sigurðsson? Kannski var þetta lenzka á þessum tíma en ég efast þó um það.

3:54 PM  

Post a Comment

<< Home